Þórhallur gefur kost á sér í 1. sæti á Akureyri og vill prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki

Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Jafnframt hyggst hann kæra til miðstjórnar flokksins þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við val á framboðslista og krefst þess að haldið verði prófkjör. Akureyri.net greindi …

Norðurþing og Völsungur undirrita nýjan þriggja ára samstarfssamning

Norðurþing og Íþróttafélagið Völsungur hafa undirritað nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára sem tryggir áframhaldandi stuðning við öflugt íþróttastarf í sveitarfélaginu. Samningurinn er liður í áframhaldandi og markvissu samstarfi Norðurþings og Völsungs, þar sem lögð er rík áhersla á að efla íþrótta- og æskulýðsstarf, stuðla að heilbrigðum lífsstíl og …

Starfsemi Garðvíkur heldur áfram af fullum krafti í dag

Þrátt fyrir mikinn bruna í iðnaðarhúsnæði Garðvíkur við Haukamýri í gærmorgun heldur fyrirtækið starfsemi sinni áfram af fullum krafti í dag. Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Garðvíkur, segir að unnið hafi verið sleitulaust í allan gærdag til að tryggja að verkefni fyrirtækisins gætu haldið áfram án tafar. „Við unnum í allan …

Hafa lokið 300 milljóna króna fjármögnun og stefna að framkvæmdum strax á næsta ári

Örþörungafyrirtækið MýSköpun ehf. hefur lokið 300 milljóna króna fjármögnun vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar örþörungaræktar við Þeistareyki. Nýr kjölfestufjárfestir félagsins er framtakssjóður inn Landvættir slhf í rekstri AxUM Verðbréfa á Akureyri. Með aðkomu Landvætta verður félaginu kleift að ljúka hönnunarvinnu, skipulagsmálum og öðrum undirbúningi fyrir hátækniframleiðslueiningu sem rísa á við jarðvarmavirkjun …

Þingeyjarsveit: Fækkað um tvo í sveitarstjórn og fimm fulltrúar hætta

Við sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí verður breyting á skipan sveitarstjórnar í Þingeyjarsveit, en Innviðaráðuneytið hefur samþykkt erindi sveitarfélagsins um að fækka kjörnum fulltrúum úr níu í sjö á næsta kjörtímabili. Fjölgun fulltrúa úr sjö í níu var veitt sem tímabundin undanþága í kjölfar sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2022. …

„Við vonumst til að fá sem flest úr þessum stóra árgangi til okkar í FSH“

Foreldrum nemenda í 10. bekk í Borgarhólsskóla var boðið á kynningu á starfsemi Framhaldsskólans á Húsavík á opnum degi sem haldinn var í skólanum í gær. „Við vorum að kynna starfsemi skólans, fara yfir námsframboð, félagslíf og þjónustu skólans,“ segir Arna Ýr Arnarsdóttir, áfanga- og fjármálastjóri FSH. Alls munu …