Pólski þingmaðurinn Ryszard Świlski deilir á Facebook þremur myndum af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands þar sem hann er á ferð í lest til borgarinnar Gdańsk til fundar við Aleksandra Dulkiewicz borgarstjóra Gdańsk á miðvikudag. Eins og landsmenn vita er Guðni mjög alþýðulegur en þetta kann að koma fólki í öðrum löndum töluvert á óvart. Má segja að Guðni setji þarna gott fordæmi í notkun á umhverfisvænni samgöngumátum.
Guðni tekur lestina í Póllandi
